top of page

Að setja niður jarðvegsskrúfur. 

Að setja niður jarðvegsskrúfu er einfalt verk. Það sem þarf til verksins er SDS-borvél til að bora stýrigat, ef það er ekki til staðar þá er hægt að notast við tein og reka niður til að fara stýri gatið. Þú þarft lítið hallamál til að vera viss um að skrúfan sé lóðrétt þegar þú skrúfar hana niður og þú þarft vél til að skrúfa niður skrúfuna.

Fyrsta skref er að forbora niður til að fá stýringu og kanna jarðveg. Best er að notast við 20-40mm SDS bor, eins langan og völ er á.

PONTON-3.jpg

Næst er skrúfunni komið fyrir í holunni og snúið nokkra hringi til að festa hana. Rétta skal skrúfuna af með hallamáli þannig að hún sé lóðrétt á báða ása. Ágæt getur verið að hella hálfum bolla af vatni í holuna áður en skrúfan er sett niður. Þetta virkar sem smurning á skrúfuna og á að létta átökin við að koma henni niður

PONTON-3.jpg

Þar næst er vélinni komið fyrir á skrúfunni, passið að nota réttan haus fyrir skrúfuna og síðan er skrúfunni skrúfað niður í rétta hæð. 
Ath. Ekki má skrúfa skrúfunna tilbaka, ef farið er of djúpt verður annað hvort að stilla undir hana, skrúfa hana up og færa hana eða fylla holuna af sandi og skrúfa hana aftur niður. Ef skrúfunni er bakað þá myndast holrúm undir henni og burðurinn í henni minnkar.

PONTON-3.jpg

Ef á að setja niður margar skrúfur í línu þá er ráðlagt að byrja á sitthvorum endanum og strengja línur á milli þeirra þá færðu hæðinna og staðsetninguna auðveldar fyrir skrúfurnar

PONTON-3.jpg
bottom of page