Þjónusta
Ráðgjafaþjónusta
Girðir hefur áratuga reynslu á girðingamarkaðnum og hefur átt stóran þátt í að þróa vinnubrögðin sem þar ríkja. Ef þig vantar ráðleggingar við hönnun, útboðslýsingar eða aðra sértæka aðstoð varðandi girðingar hafðu þá samband.
Uppsetningar þjónusta
Við bjóðum upp á uppsetningu á öryggisgirðingum, hliðum og öllu því tengdu. Einnig getum við útvegað efni í gegnum samstarfsaðila okkar.
Einnig bjóðum við niðursetningar þjónustu á jarðvegsskrúfum.
Jarðvegsskrúfur
Jarðvegsskrúfum er ætlað að leysa af hólmi steyptar undirstöður í flestum aðstæðum.
Hugmyndin að baki þeim er ofvaxin skrúfa sem á að vera hægt að skrúfa ofan í nánast hvaða
jarðveg sem er, ef ekki er klöpp eða stórgrýti undir.
Um okkur
Girðir byggir á gömlum grunni og hefur meira en 30 ára reynslu við uppsetningu girðinga og fleira.. Áherslur í rekstrinum hafa þróast frá landbúnaðargirðingum yfir í sólpalla og skjólgirðingar og þaðan í öryggisgirðingar þar er meginþorri verkefna er í dag.
Vinnuhagræði og fagmennska er það sem hefur einkennt Girði frá upphafi. Ávallt er leitast eftir hagkvæmari, öruggari og fljótlegri leið til að vinna verkið þannig það skili sem mestum gæðum. Verklag Girðis hefur á undanförnum árum haft áhrif á vinnubrögð og verklag á þessum markaði.
45 ára
Samanlögð
reynsla
Girðir vefsíðan er í stöðugri þróun og verður uppfærð reglulega næstu vikur.
Jarðvegsskrúfur
Skrúfurnar skiptast í 3 flokka eftir því hvernig haus er á þeim. G-skrúfur eru opnar að ofan og með þremur til fjórum stilliboltum til að skorða rör af. U-skrúfur eru með stauraskó á toppnum, allt frá 70 mm breiðum upp í 120 mm breiða. Erfitt hefur reynst að fá U-skrúfur sem passa fyrir íslenskar stærðir á timbri fyrr en nú. M-skrúfur eru með sexhyrndri plötu á toppnum með 6 venjulegum götum í hornum og einu snittuðu gati í miðju.
Kostirnir við að velja jarðvegsskrúfur.
Tími: Að setja niður jarðvegsskrúfur er margfalt fljótari aðgerð heldur en að grafa holu og steypa ofan í hana eða setja niður forsteypta undirstöðu og þjappa að. Hægt er að festa og setja álag á skrúfuna um leið og hún er komin niður, ekki þarf að bíða í nokkra daga eftir að steypan harðni.
Jarðrask: Ekki þarf að grafa djúpar holur og losa sig við umframefni. Engin för eftir gröfubelti sem skera garðinn þinn. Yfirborðið verður jafn snyrtilegt og það var áður en skrúfurnar voru settar niður.
Umhverfisvænna: Steinsteypa er þekkt fyrir mikla CO2 losun og er því ekki umhverfisvænn kostur. Jarðvegsskrúfurnar eru úr galvaniseruðu stáli og er því bæði endurvinnanlegt og endurnýtanlegt. Það er hægt að skrúfa skrúfuna upp og nota annars staðar ef um bráðabirgða framkvæmd er að ræða.
Meðfærilegt: Ef þörf er á undirstöðum á afskekktum stað er einfalt mál að koma fyrir jarðvegsskrúfum þar. Þær eru léttari og meðfærilegri heldur en steypupokar eða forsteyptar undirstöður og því hagkvæmara að ferðast með þær langar leiðir.
Jarðvegssskrúfurnar okkar fást í Byko og Ferrozink.
Smelltu á mynd fyrir frekari upplýsingar.
Hafðu samband
Fyrirspurnir
Ef þú hefur einhverjar spurningar, vantar upplýsingar eða verðtilboð hafðu þá samband í gegnum síma, tölvupóst eða fylltu út formið hér að neðan.
Hafðu samband
Girðir ehf
Njarðarholt 1
270 Mosfellsbær
Kennitala: 470820-0710
Sími Svavar: 892-2364
Sími Árni: 612-3264
Sendu okkur póst á girdir@girdir.is